Löggilding mælitækja

Öll mælitæki sem notuð eru í viðskiptum verða að vera löggilt. Prófunarstofan býður upp á löggildingu á vogum, rennslismælum fyrir bensín/diesel og mjólk, vínmálum, raforkumælum og vatnsmælum fyrir heitt og kalt vatn.

Tilnefndur aðili 0947 

Prófunarstofan hefur hlotið tilnefningu Evrópusambandsins til að annast frumsannprófun eða fyrstu löggildingu ósjálfvirkra voga og hefur tilnefningarnúmerið 0947.

Áður en vog er tekin í notkun verður hún að gangast í gegnum og standast sannprófun, þetta á þó einungis við vogir sem eru notaðar við starfsemi þar sem krafist er löggiltra voga s.s. í hverskonar verslun.

Þjónusta við orku- og veitufyrirtæki

Þjónusta Frumherja við orku- og veitufyrirtæki er stór þáttur í starfsemi Frumherja. Samantekt á hinum ýmsu þjónustuþáttum er að finna á slóðinni www.frumherji.is/veitur, en prófunarstofan sinnir þar mikilvægu hlutverki.

 

 

 

2016-05-02 12:32:15