Ástandsskoðun - skoðun á afmörkuðum hluta fasteignar

Í ástandsskoðun eru afmarkaðir hlutar fasteignar skoðaðir og er eftirspurn eftir slíkum skoðunum á húsnæði mikil. Um getur verið að ræða skoðun í tengslum við lekavandamál eða myglusvepp, ítarleg skoðun á þaki eða skoðun á göllum sem fram hafa komið í húsnæðinu. Flygildi (dróni) er notaður er við skoðanir á þaki og ytra byrði hárra bygginga og hentar vel við skoðanir fyrir húsfélög.

Hægt er að leggja mat á hvort viðkomandi byggingarhluti hafi verið byggður samkvæmt hönnunargögnum eða hvar ábyrgð liggur í tengslum við galla í nýlegu húsnæði. Ástandsskoðun er oft fyrsta skref í átt að sátt milli kaupanda og seljanda eftir að fasteignaviðskiptin hafa farið fram, en nýtist einnig hinum almenna fasteignaeiganda sem þarfnast greiningar á vandamálum sem komið geta upp í fasteigninni hverju sinni.

Hægt er að fá nánari upplýsingar eða panta skoðun í síma 570 9000 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vinsamlegast látið nafn, símanúmer og heimilisfang á skoðunarstað fylgja fyrirspurn/beiðni um skoðun í tölvupósti, auk óskadagsetningu skoðunar.

 

 

 

2021-01-23 03:51:27