Frumherji hf. býður upp á faggiltar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða, hönnunarstjóra, byggingastjóra og iðnmeistara. 

Ferli virkniskoðunar

Í virkniskoðun er farið yfir hvort virkni kerfisins sé í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og leiðbeiningar og skoðunarhandbók Mannvirkjastofnunar um gæðastjórnunarkerfi. Við skoðun eru eitt eða fleiri verk rakin og m.a. kannað hvort viðeigandi gögn hafi skilað sér á rétta staði inn í gæðastjórnunarkerfið. Farið er sérstaklega yfir hvort eftirlit með eigin verkum (innri úttekt) hafi farið fram í viðkomandi verk í samræmi við verksvið viðkomandi aðila samkvæmt byggingarreglugerð. Að auki er farið yfir hvort búið sé að lagfæra athugasemdir sem gerðar voru í skjalaskoðun og skrá úrbætur, hafi slíkar athugasemdir verið gerðar.

Vinsamlega sendið beiðni um virkniskoðun í tölvupósti á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða hringið í síma 570 9340. Mikilvægt er að nafn og símanúmer fylgi beiðni í tölvupósti.

 

2020-03-30 06:43:33