Löggilding mælitækja

Öll mælitæki sem notuð eru í viðskiptum verða að vera löggilt. Prófunarstofan býður upp á löggildingu á vogum, dælum og rennslismælum fyrir bensín/diesel og mjólk. Einnig eru vínmál, raforkumælar og vatnsmælar fyrir heitt og kalt vatn prófaðir og löggiltir. Þá eru rafmagnsmælar prófaðir af Frumherja. Lögð er áhersla á gæði þjónustunnar og að henni sé sinnt um land allt.

Sjá verðskrá.

Þjónusta við orku- og veitufyrirtæki

Þjónusta Frumherja við orku- og veitufyrirtæki er stór þáttur í starfseminni og má þar nefna prófanir á rafmagnsmælum en einnig eru rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn til sölu hjá fyrirtækinu. Samantekt á hinum ýmsu þjónustuþáttum er að finna á slóðinni www.frumherji.is/thjonusta/orkusolumaelar, en prófunarstofan sinnir þar mikilvægu hlutverki.

Afgreiðslan er opin 8-16:30 alla virka daga (Klettháls 1a - 110 Rvk). 

 

2023-01-29 09:47:15