Prófunarstofan býður upp á þjónustu við að kanna nákvæmni á mælitækjum. Sum mælitæki er ekki heimilt að löggilda (t.d. ef þau uppfylla ekki nákvæmniskröfur stjórnvalda að einhverju leyti) en eigendur þeirra vilja samt sem áður fá upplýsingar um hversu nákvæm þau eru.

Í boði er þjónusta við að kanna nákvæmni eftirtalinna mælitækja:

 • Ósjálfvirkar vogir
 • Sjálfvirkar vogir
 • Eldsneytismælar (bensín og dísel)
 • Mjólkurmælar
 • Smærri lóð af ýmsum stærðum
 • Vínmál (veltivínmál og skammtarar)
 • Raforkumælar (einfasa og fjölfasa)
 • Fjölsviðsmælar (rafmagn)
 • Hitamælar (fyrir loft og vökva)
 • Hemlaprófunartæki (fyrir bíla)
 • Hemlaklukkur (fyrir bíla)
 • Mengunarmælar (fyrir bíla, fjórgas og reykþykkni)
 • Ljósaskoðunartæki (fyrir bíla)
 • Hávaðamælar (í 90 dB)

 

2023-01-29 09:51:22