Á heimasíðu Frumherja, undir gæðastjórnunarkerfi er hlekkurinn Panta skoðun. Ýtt er á hlekkinn og við það opnast vefbeiðnasíða. Þú skráir þær upplýsingar sem beðið er um og ýtir á „senda beiðni“.
Ef um skjalaskoðun er að ræða og kerfið er á rafrænu formi þá er hægt að senda gæðakerfið sem viðhengi með beiðninni t.d. á pdf, zip eða rar formi. Ekki þarf að senda kerfið sem viðhengi þegar beðið er um virkniskoðun þar sem fagaðilinn (hönnuður, byggingarstjóri, iðnmeistari) þarf að vera viðstaddur skoðunina. Haft verður samband við fagaðilann varðandi heppilegan úttektartíma í virkniskoðun.
Skjalaskoðun fer fram án þess að fagaðili (hönnuður, byggingarstjóri, iðnmeistari) sé viðstaddur. Skoðunarmaður skoðar hvort kerfið er tilbúið til að taka á móti þeim gögnum sem farið er fram á og sendir að því loknu skýrslu í tölvupósti til fagaðila og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Virkniskoðun fer fram að viðstöddum fagaðila. Eftir að beiðni um skoðun berst hefur skoðunarmaður samband við fagaðila og gefur honum tíma í skoðun. Virkniskoðun fer yfirleitt fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn MS Teams og fagaðili fær sent fundarboð með hlekk sem hann opnar á tilsettum fundartíma.
Í skjalaskoðun er verið að kanna hvort kerfið sé tilbúið til að taka á móti gögnum sem krafa er um að séu vistaðar, hvort búið sé að skrá þær verklýsingar í kerfið sem farið er fram á og hvort vísað sé á rétt fyrirmæli s.s. lög um mannvirki, byggingareglugerð, leiðbeiningar við byggingarreglugerð og skoðunarhandbækur gæðastjórnunarkerfa fyrir viðeigandi fagssvið (byggingarstjóri, hönnuður, iðnmeistari)
Við virkniskoðun er farið yfir hvort gæðastjórnunarkerfið hafi verið notað á þann hátt sem krafist er, gögn hafi verið vistuð, eigið innra eftirlit hafi farið fram o.s.frv.
Við undirbúning skoðunar er gott að hafa til hliðsjónar skoðunarhandbækur og leiðbeiningar vegna gæðastjórnunarkerfa ásamt skoðunarskýrslu. Þessi gögn má finna undir hverju fagsviði inni á heimasíðu HMS.
Skoðunarskýrsla, sem einnig er að finna á sama stað, er jafnframt gátlisti sem skoðunarmaður notar við skjala– og virkniskoðun gæðastjórnunarkerfisins. Ef skýrslan er notuð við eigin yfirferð kerfisins áður en til skoðunar kemur þá ætti hún að leiða fagaðilann áfram við undirbúninginn og minnka þannig möguleikann á athugasemdum við skoðunina.
Ef gerðar eru athugasemdir við skoðun, þá þarf fagaðili ýmist að lagfæra kerfið innan ákveðinna tímamarka eða fá endurskoðun á kerfið og fer það eftir fjölda athugasemda og alvarleika þeirra, sjá nánar í verklagsreglu HMS nr. 9.007
Fagaðili (eða fyrirtæki hans eftir atvikum) greiðir fyrir skoðun og fyrir endurskoðun á gæðastjórnunarkerfinu ef til þess kemur.
Sjá verðskrá.
Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.
Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.