Fasteignaskoðun

Láttu Frumherja aðstoða þig við að lágmarka áhættu og taka upplýsta ákvörðun í fasteignaviðskiptum. Við sjónskoðum eignina og metum ástand hennar. Rakamælum ef grunur er um raka.

Fasteignakaup eru stór ákvörðun

Ástandsskoðun fasteigna miðar að því að draga fram galla sem auðveldlega gætu yfirsést. Markmiðið með skoðuninni er að finna og skrá skemmdir og galla sem geta haft veruleg áhrif á verðmat, sölu og bótarétt. Ástandsskoðun dregur verulega úr hættu á málaferlum á milli kaupenda og seljenda og gerir þannig öll fasteignaviðskipti öruggari.

Íbúðarkaup eru oftast stærstu fjárfestingar sem fólk ræðst í og því ekki að undra að fasteignaskoðanir njóti mikilla vinsælda. Gallar og skemmdir geta haft í för með sér mikinn og ófyrirséðan kostnað og nýta kaupendur jafnt sem seljendur fasteigna sér þessa þjónustu. Ástandsskoðun er hagkvæm leið til að fá gott yfirlit yfir eignina og auðveldar ákvörðun um fasteignakaup auk þess sem kaupsamningar verða faglegri og minni hætta skapast á ágreiningi. Algengt er að í kauptilboðum sé gerður fyrirvari um að fasteignaskoðun fari fram áður en endanleg ákvörðun um kaup er tekin.

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á fast@frumherji.is. Vinsamlegast látið nafn, símanúmer og heimilisfang á skoðunarstað fylgja fyrirspurn í tölvupósti. Ef um fyrirvara um ástandsskoðun er að ræða í kauptilboði er mikilvægt að tímalengd hans komi fram í beiðni um skoðun.

Hvernig fer skoðun fram?

Ástandsskoðun er framkvæmd eftir ákveðnu skoðunarferli svo minni hætta sé á að eitthvað gleymist. Byggt er á sjónskoðun og er ástand eignarinnar metið að innan- og utanverðu. Rakamæling er gerð ef rakaummerki eru sjáanleg við skoðunina. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda/galla eða valdið gæti verulegri kostnaðaraukningu fyrir kaupanda. Skoðun íbúðarhúsnæðis tekur um það bil tvær klukkustundir á skoðunarstað. Skoðunarmaður skilar í framhaldi skoðunarskýrslu sem inniheldur almennar upplýsingar um eignina auk athugasemda og ljósmynda. Hægt er að nota dróna við skoðun á háum byggingum eða háreistum þökum.

Í hefðbundinni ástandsskoðun eru eftirtaldir þættir ekki kannaðir: Raflagnir, neysluvatnslagnir, fráveitulagnir og dren. Ekki er skoðað undir gólfefni, bak við þiljur, inn í veggi eða á bak við innréttingar og hreinlætistæki s.s. baðkör og sturtubotna.
Hægt er að biðja sérstaklega um skoðun á þaki, rakamælingar, hitamyndatöku, sýnatökur eða skoðun á raflögnum og mikilvægt að slíkt komi fram í beiðni um skoðun.

Fyrirvarar

Skoðunarskýrsla er byggð á þeim gögnum og upplýsingum sem vísað er til. Þær niðurstöður og ályktanir sem fram eru settar í skoðunarskýrslunni byggjast á því að þau gögn og þær upplýsingar sem skýrslan grundvallast á séu fullnægjandi og réttar. Skoðunarskýrsla á einvörðungu við um það andlag sem skýrslan fjallar um. Ekki er rétt að byggja á efni skýrslunnar einnar og sér við ákvarðanatöku um kaup á fasteign. Skoðunarskýrslu má ekki nota í öðrum tilgangi en í tengslum við framangreint og takmarkast öll hugsanleg skaðabótaábyrgð félagsins og starfsmanna þess við fjárhæð sem nemur að hámarki heildarþóknun Frumherja vegna skýrslunnar.

 

 

Leiguskoðun

Minnka má verulega hættu á málaferlum og ósætti milli leigusala og leigutaka með því að fá óháðan aðila til að skoða fasteignir áður en þær eru leigðar út.

Við leiguskoðun er gert stöðumat á eigninni í upphafi leigutímans og teknar ljósmyndir. Frumherji sér síðan um að geyma ljósmyndirnar og geta bæði leigusalar og leigutakar óskað eftir að fá að sjá þær ef vafamál koma upp.

Hvernig fer skoðun fram?

Eignin er sjónskoðuð og ljósmynduð. Æskilegt er að leigusali og leigutaki eða umboðsmenn þeirra séu viðstaddir skoðun og er þá farið yfir niðurstöður með þeim í lok skoðunar. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda eða galla með það að markmiði að draga fram sem réttasta mynd af ástandi eignar þannig að báðir aðilar séu sáttir við undirritun leigusamningsins.

Hægt er að fá nánari upplýsingar eða panta skoðun í síma 570 9000 eða senda tölvupóst á fast@frumherji.is. Vinsamlegast látið nafn, símanúmer og heimilisfang á skoðunarstað fylgja fyrirspurn/beiðni um skoðun í tölvupósti, auk óskadagsetningu skoðunar.

Flýtileiðir

Algengar spurningar

Panta má skoðun með því að fylla út vefbeiðni hér.

Seljandi eða fulltrúi hans (18 ára eða eldri) þarf að vera viðstaddur á meðan skoðun fer fram. Ekki er nauðsynlegt að verkkaupi sé viðstaddur skoðun.  

Ástandsskoðun fasteigna miðar að því að draga fram galla sem auðveldlega gætu yfirsést. Markmiðið með skoðuninni er að finna og skrá skemmdir og galla sem geta haft veruleg áhrif á verðmat, sölu og bótarétt. Ástandsskoðun dregur einnig verulega úr hættu á málaferlum á milli kaupenda og seljenda og gerir þannig öll fasteignaviðskipti öruggari. Við skoðunina er notast við rakamæla og eftir atvikum hitamyndavél og dróna samkvæmt verðskrá

Skoðun, ferðatími og skýrslugerð ásamt almennri umsýslu. Tími umfram grunngjald er unninn á tímagjaldi. Sjá verðskrá til upplýsinga.

Lagnakerfi, miðstöðvarkerfi, fráveitu og raflagnir eru ekki skoðaðar sérstaklega. Komi fram við sjónskoðun áberandi athugasemdir er varða framangreint er því komið á framfæri í skýrslunni.  Gott er að fá fagaðila til að skoða fráveitulagnir (skólplagnir) í eldri fasteignum séu lagnir upprunalegar. Frumherji bíður upp á skoðun á raflögnum þar sem helstu öryggisþættir eru teknir út. Hægt er að biðja um slíka skoðun um leið og beðið er um skoðun á fasteign. 

Við leiguskoðun er gert stöðumat á eigninni í upphafi leigutímans og ljósmyndir teknar af öllum flötum. Frumherji geymir  ljósmyndirnar og geta bæði leigusalar og leigjendur óskað eftir afriti  ef vafamál koma upp.  Minnka má verulega hættu á málaferlum og ósætti milli leigusala og leigjenda með því að fá óháðan aðila til að skoða fasteignir áður en þær eru leigðar út.  

í kafla XIV gr. 69 í húsaleigulögum er tekið á skiptingu kostnaðar við slíka skoðun.  “Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra. Leigjanda og leigusala er þó ávallt heimilt að semja um aðra kostnaðarskiptingu vegna úttektarinnar.“  

Bifreiðaskoðun
Ökupróf
Mannvirki og veitur
Fyrirtækið

Staðsetning - Einhella

Bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf

Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Einstaklings- eða túlkapróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Bóka tíma í lespróf

Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Lespróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Sparaðu þér sporin!

Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.

Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.

Panta skutl