Frumherji er faggilt prófunarstofa á sviði löggildinga og prófana á vogum og dælum. Frumherji er jafnframt faggilt vottunarstofa á sviði sannprófana á ósjálfvirkum vogum.
Öll mælitæki sem notuð eru í viðskiptum verða að vera löggilt. Prófunarstofan býður upp á löggildingu á vogum, dælum og rennslismælum fyrir bensín/diesel og mjólk. Lögð er áhersla á gæði þjónustunnar og að henni sé sinnt um land allt.
Afgreiðslan er opin 8:00-16:00 alla virka daga (Þarabakki 3, 109 Reykjavík).
Prófunarstofa Frumherja er tilkynntur aðili nr. 2926 samkvæmt vottunarstofustaðli ISO 17065 til að sannprófa nýjar ósjálfvirkar vogir í samræmi við aðferðareiningu F í tilskipun 2014/32/ESB.
Sannprófun er gerðarsamræmi byggt á sannprófun vöru. Sannprófa þarf nýjar vogir áður en þær eru teknar í notkun. Einnig þarf að sannprófa vogir með breyttan hugbúnað (þegar skipt hefur verið um haus). Framvísa skal gerðarviðurkenningu (ESB-gerðarprófunarvottorð) frá framleiðanda þegar beðið er um sannprófun.
Í sumum tilfellum kemur vogin sannprófuð frá framleiðanda og fylgir voginni þá samræmisvottorð.
Ákvörðun um sannprófun er tekin á grundvelli þeirra gagna sem hafa borist og prófunar á voginni. Þegar samræmi hefur verið staðfest er samræmisvottorð gefið út og viðeigandi merkingar settar á vogina.
Merkingar um að sannprófun hafi farið fram og að samræmi hafi verið staðfest eru eftirfarandi:
Viðskiptavinir Prófunarstofunnar og aðrir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta og vilja frekari upplýsingar um verkferla og reglur eða hafa athugasemdir við þjónustu, starfshætti og ákvarðanir Prófunarstofunnar eru hvattir til að koma þeim þeim á framfæri við Frumherja.
Til þess að athugasemdir verði teknar til umfjöllunar þurfa þær að berast Frumherja skriflega og vera studdar efnislegum rökum og viðeigandi gögnum. Athugasemdir skulu berast á tölvupósti profunarstofa@frumherji.is eða gegnum heimasíðu Frumherja, ásamt nafni og heimilisfangi sendanda, og nafni, netfangi og símanúmeri þess sem hafa ber samband við þegar leita þarf nánari upplýsinga eða senda þarf svör við athugasemdum.
Athugasemdir geta verið í formi umsagna, kvartana, beiðna um upplýsingar eða endurupptöku ákvarðana, eða andmæla.
Röng notkun viðskiptavina á löggildingartáknum og merkingum eftirlitsskyldra mælitækja er óheimil. Um viðurlög og úrræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar fer eftir ákvæðum 8.gr í reglugerð 955/2006.
Prófunarstofan hefur umboð fyrir þýska lóðaframleiðandann Haigis og sér um að útvega lóð af öllum stærðum og gerðum.
Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.
Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.