Frumherji er þjónustufyrirtæki á skoðunar- og prófunarsviði, við skoðum ökutæki, sjáum um framkvæmd ökuprófa, skoðum gæðastjórnunarkerfi, byggingar og raforkuvirki ásamt löggildingum og prófunum
Frumherji hf. er leiðandi á sviði skoðana, prófana og tengdrar þjónustu á Íslandi.
Fyrirtækið er með starfsemi um land allt og þjónustar viðskiptavini sína á um þrjátíu starfsstöðvum á landinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 100 manns. Þar er um að ræða færa einstaklinga sem njóta fyrsta flokks þjálfunar og aðbúnaðar við sín störf. Höfuðstöðvar félagsins eru að Þarabakka 3 í Reykjavík.
Eigandi Frumherja hf. er Trailblazer ehf. sem er félag í endanlegri eigu Andra Gunnarssonar, Rakelar Hlínar Bergsdóttur, Orra Hlöðverssonar og Helgu Dagnýjar Árnadóttur.
Stjórn Frumherja skipa Andri Gunnarsson, stjórnarformaður, Rakel Hlín Bergsdóttir og Eva Björk Guðmundsdóttir. Forstjóri Frumherja hf. er Orri Hlöðversson.
Forstjóri og framkvæmdastjórar mynda framkvæmdastjórn félagsins.
Jafnlaunastefna Frumherja er hluti af almennri launastefnu sem og jafnréttisstefnu fyrirtækisins. Markmiðið með henni er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt milli kynja við launaákvarðanir. Í því felst að launaákvarðanir byggi á skráðum málefnalegum forsendum sem í aðalatriðum byggja á virði hvers starfs óháð því hver sinnir þeim. Jafnlaunastefna og jafnlaunakerfi Frumherja ná til allra starfsmanna.
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnunni skuldbindur Frumherji sig til að:
Fyrir hönd Frumherja
Jóhann Geir Harðarson
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
1. Almenn yfirlýsing um meðferð persónuupplýsinga
Frumherji hf. kt. 470297-2719 starfar á sviði skoðana, prófana og tengdrar þjónustu og vinnur með persónuupplýsingar um viðskiptavini sína í þeim tilgangi að veita þjónustu og sinna lögbundnum verkefnum í samræmi við verksvið fyrirtækisins.
Markmið Frumherja er að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglur og að starfsmenn og viðskiptavinir séu upplýstir um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar.
Með þessari persónuverndarstefnu Frumherja er leitast við að upplýsa hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar, meðal annars hvaða upplýsingum er safnað og hvers vegna, um öryggisráðstafanir fyrirtækisins, réttindi einstaklinga og hvernig hægt er að hafa samband við fyrirtækið vegna frekari upplýsinga eða athugasemda vegna persónuverndar.
2. Ábyrgð – upplýsingar um Frumherja sem ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
Frumherji er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga sem fyrirtækið safnar og skráir í tengslum við þjónustu á sviði ástandsskoðana ökutækja, fasteignaskoðana, sölu orkumæla og lóða og útgáfu reikninga vegna þjónustu.
Einnig er Frumherji ábyrgðaraðili á persónuupplýsingum sem lúta að starfsmannahaldi. Frumherji er vinnsluaðili þeirra upplýsinga sem unnið er með í tengslum við skylduskoðanir ökutækja, skipaskoðanir, ökupróf, rafmagnsskoðanir, löggildingar, fasteignaskoðanir, mælaskipti og skoðun gæðastjórnunarkerfa.
3. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
Frumherji safnar og vinnur einungis með upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita tiltekna þjónustu eða vöru hverju sinni og sem fyrirtækinu er skylt að gera í samræmi við vinnslusamninga eða lög og reglur.
Frumherji leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini sem fyrirtækið aflar sem ábyrgðaraðili. Þá nýtir Frumherji aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir.
Frumherji sem ábyrgðaraðili vinnur með eftirfarandi persónuupplýsingar um viðskiptavini sína.
a. Ástandsskoðun bíla
• Bílnúmer.
b. Fasteignaskoðun
• Nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang ef við á.
c. Útgáfa reikninga.
• Nafn, heimilisfang og kennitölu eftir því sem við á.
• Lágmarksgeymslutími samkvæmt lögum um bókhald nr. 145/1994 er 7 ár.
Heimasíðan okkar styðst við vefkökur. Við notum vefkökur til að velja innihald og markaðsefni, meðal annars til að virkja valmöguleika samfélagsmiðla og til að greina umferð um heimasíðuna okkar.
Persónuupplýsingar sem fram koma í starfsumsóknum sem fylltar eru út á heimasíðu Frumherja sendast sem PDF á netfangið starf@frumherji.is. Persónuupplýsingarnar eru því ekki aðgengilegar á heimasíðu eftir að umsókn hefur verið send. Starfsumsóknir eru varðveittar í eitt á og eftir það er þeim eytt hafi viðkomandi ekki verið ráðinn til starfa.
Sem vinnsluaðili skráir Frumherji og varðveitir samkvæmt skilgreindum varðveislutíma eftirfarandi persónuupplýsingar um viðskiptavini. Upplýsingarnar eru eftir atvikum skráðar í kerfi viðkomandi ábyrgðaraðila, afhentar þeim eða tilkynntar með öðrum hætti.
d. Skylduskoðun ökutækja (ábyrgðaraðili Samgöngustofa)
• Bílnúmer.
• Nafn, heimilisfang og kennitala umráðamanns vegna útgáfa reikninga í tengslum við vanskil eða bifreiðagjöld.
e. Ökupróf (ábyrgðaraðili Samgöngustofa)
• Niðurstaða prófa .
f. Skipaskoðun (ábyrgðaraðili Samgöngustofa) Afrit af skoðunarskýrslum.
g. Löggildingar og prófanir (ábyrgðaraðili Neytendastofa) Afrit af vottorðum.
h. Skoðun gæðastjórnunarkerfa (ábyrgðaraðili Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)
• Nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
• Viðskiptavinur getur með upplýstu samþykki óskað eftir að Frumherji sendi skoðunarskýrslu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
i. Rafmagnsskoðun (ábyrgðaraðili Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)
• Beiðni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nafn, símanúmer og heimilisfang.Á heimasíðu Frumherja er spjallkerfi sem vaktað er af þjónustuborði fyrirtækisins. Komi þar fram persónuupplýsingar eru þær geymdar í einn sólarhring og eftir það er þeim eytt.
Frumherji miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki viðkomandi. Þetta á við t.d. um skoðunarskýrslu gæðastjórnunarkerfa.
Undantekning frá þessu er þegar Frumherja miðlar persónuupplýsingum til þriðja aðila sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, t.d. vegna mælaskipta, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur.
4. Rafræn vöktun
Rafræn vöktun fer fram við húsnæði og í afgreiðslurými fyrirtækisins að Þarabakka 3. Einnig er myndavél með mynd- og hljóðupptöku staðsett í prófunarrými ökuprófadeildar.
Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast byggist á lögmætum hagsmunum félagsins enda fer vinnslan fram í öryggisskyni.
Upptökur eru geymdar í 30 daga og eftir það er þeim eytt nema nauðsynlegt sé að varðveita þær lengur í ljósi tilgangs vöktunarinnar.
5. Öryggi og eftirlit
5.1. Öryggi gagna
Frumherji, hvort sem fyrirtækið er ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili, leggur áherslu á að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi sé tryggt. Frumherji tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.
Allir starfsmenn Frumherja undirrita trúnaðaryfirlýsingar þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður verður áskynja í starfi sínu.
Starfsmenn hafa einungis aðgang að persónuupplýsingum sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar og stjórnendur á hverju sviði fara reglulega yfir aðgang starfsmanna.
5.2. Öryggisbrestir
Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga hefur Frumherji mótað verklag í samræmi við 27. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þar sem eftir atvikum Persónuvernd, einstaklingum eða ábyrgðaraðila verður tilkynnt um brotið.
6. Réttindi einstaklinga
Sem ábyrgðaraðili leggur Frumherji áherslu á að tryggja allan þann rétt sem einstaklingar eiga samkvæmt gildandi persónuverndarlögum.
Einstaklingur hefur rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem safnað er um hann, fá þær leiðréttar og eftir atvikum andmæla vinnslu þeirra, takmarka vinnslu þeirra og fá þeim eytt. Ef vinnsla byggir á samþykki hefur einstaklingur rétt til að afturkalla samþykkið hvenær sem er. Afturköllun hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu fram að afturkölluninni. Ef Frumherji hyggst nota persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en lá að baki söfnun þeirra er fyrirtækinu skylt að láta viðkomandi í té upplýsingar um þennan nýja tilgang áður en frekari vinnsla hefst. Þá hefur viðskiptavinur rétt á að bera mál undir Persónuvernd sem hægt er að gera með því að senda tölvupóst á postur@personuvernd.is
7. Endurskoðun persónuverndarstefnu – breytingar
Persónuverndarstefna Frumherja verður endurskoðuð reglulega og fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni í samræmi við breytingar á starfsemi fyrirtækisins og breytingar á lögum og reglugerðum ef við á.
8. Samskiptaupplýsingar
Ef óskað er frekari upplýsinga vegna vinnslu persónuupplýsinga er hægt að hafa samband við Frumherja hér
Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 13.07.2018
Gæðastefna
Gæðastefna Frumherja nær til allrar starfsemi og starfsmanna fyrirtækisins. Starfsmenn bera sameiginlegaábyrgð á framkvæmd hennar.
Gæðastefna Frumherja er:
Þjónustustefna
Frumherji leggur áherslu á góða þjónustu og fagleg vinnubrögð ásamt því að uppfylla væntingar viðskiptavina,stjórnvalda, eigenda og starfsmanna fyrirtækisins.
Þjónustustefna Frumherja er:
Forstjóri Frumherja hf. er ábyrgur fyrir því að gæða- og þjónustustefnur sé sýnilegar, virkar og kynntarstarfsmönnum fyrirtækisins.
Orri Hlöðversson, forstjóri.
Frumherji starfar sem faggilt skoðunarstofa, prófunarstofa og vottunarstofa á fjórum fagsviðum í fullu samræmi við ISO staðla 17020 og 17025. Í samræmi við kröfur þeirra staðla er fyrirtækið laust við hvers kyns viðskiptalegan, fjárhagslegan eða annan þrýsting sem haft getur áhrif á hlutleysi þess og niðurstöður skoðana. Stjórnendur fyrirtækisins skuldbinda sig til að tryggja að þessu verklagi sé haldið og að faglegra sjónarmiða og hlutleysis sé gætt í hvívetna.
Allir starfsmenn Frumherja hf. eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja um í starfi sínu. Gildir þetta einnig þrátt fyrir að starfsmaðurinn hætti störfum. Niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.
Eftirfarandi starfssvið Frumherja eru faggilt af faggildingarsviði Hugverkastofu (ISAC)
Frumherji leitast ávallt við að bjóða bestu þjónustu sem völ er á gegn hagstæðasta verðinu.
Í verðskránni er að finna almennt verð á skoðun ökutækja með virðisaukaskatti. Minnt er á afsláttarkjör sem fastir viðskiptavinir og ákveðnir viðskiptavinahópar njóta hjá Frumherja, auk þeirra tilboða sem reglulega eru í gangi. Hér er birt skrá yfir aðalskoðun og helstu verð Frumherja.
Almennt eru prófgjöld innheimt í gegnum vefkerfi ökuprófa próf.is.
Skrifleg próf: Próftaki velur sér tíma í próf, færist yfir á greiðslusíðu Rapyd, greiðir prófgjaldið og próftíminn bókast.
Verkleg próf: Ökukennari/afgreiðsla ökuprófa bókar próftíma og próftaki fær sendan greiðsluhlekk og greiðir prófgjaldið.
Í undantekningar tilvikum er greitt í afgreiðslu ökuprófa Þarabakka 3. og á skoðunarstöðvum Frumherja á viðkomandi þjónustustöðum.
Í verðskránni er að finna almennt verð á skjalaskoðun, virkniskoðun og endurskoðun með virðisaukaskatti.
Í verðskránni er að finna almennt verð á þjónustunni með virðisaukaskatti. Lögð er áhersla á að gefa fast verð í einstaka þjónustuþætti.
Í verðskránni er að finna verð fyrir skoðun á öryggisstjórnunerkerfum rafverktaka með virðisaukaskatti.
Í verðskránni er að finna almennt verð á þjónustunni án virðisaukaskatts. Lögð er áhersla á að gefa fast verð í einstaka þjónustuþætti. Minnt er á afsláttarkjör sem fastir viðskiptavinir njóta hjá Frumherja, einnig er hægt að gera sérstaka samninga um löggildingarþjónustu til að njóta hagstæðra kjara.
Vakin er athygli á að innifalin í verðum fyrir löggildingu er löggildingargjald sem rennur til Neytendastofu, en það er 25% ofan á verð fyrir þjónustu Frumherja.
Prófunarstofan hefur einnig til sölu lóð sem heppilegt er að nota sem samanburðarlóð. Hægt er að panta allar stærðir og gerðir lóða en yfirleitt eru til á lager ný lóð í nákvæmnisflokki M1 í stærðum á bilinu 100 mg til 20 kg. Jafnframt eru til sölu notuð lóð frá 2 g sem tekin eru úr rekstri af útlitsástæðum eða af því að þau eru óstillanleg og komin út úr nákvæmnismörkum.
Verð eru mismunandi eftir magni mælitækja og umfangi þjónustunnar hverju sinni. Um er að ræða leiguverð annars vegar og vinnu hins vegar. Gerð eru tilboð í verk eftir því sem óskað er og samningar til nokkurra ára.
Hægt er að óska eftir styrk eða biðja um auglýsingu með því að senda upplýsingar á netfangið auglysingar@frumherji.is.
Ákveði Frumherji hf. að verða við styrktar- eða auglýsingabeiðnum mun berast jákvætt svar innan tveggja vikna frá móttöku beiðna.
Merki félagsins er hér að neðan á ýmsu formi (hægrismella og vista)
RGB litir:
51/57/149 (dökkblár)
146/192/225 (ljósblár)
Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.
Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér
Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.
Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.