Frumherji leitast ávallt við að bjóða bestu þjónustu sem völ er á gegn hagstæðasta verðinu.


  Bifreiðaskoðanir

Í verðskránni er að finna almennt verð á skoðun ökutækja með virðisaukaskatti. Minnt er á afsláttarkjör sem fastir viðskiptavinir og ákveðnir viðskiptavinahópar njóta hjá Frumherja, auk þeirra tilboða sem reglulega eru í gangi. Hér er birt skrá yfir aðalskoðun og helstu verð Frumherja


  Ökupróf

Óskað er eftir að próftakar greiði fyrir próf á afgreiðslustöðvum Frumherja hf. sem eru um land allt.

Á stærstu stöðunum eru skriflegu prófin jafnan tekin á starfsstöðvum Frumherja og eru verklegu prófin einnig gerð út frá þeim. Þá er best fyrir próftaka að greiða fyrir viðkomandi próf um leið og hann tekur það (áður en prófið er tekið).

Þegar próf eru haldin utan starfsstöðva Frumherja er best að vera búinn að greiða fyrir prófið á afgreiðslustaðnum áður en farið er í það (einum eða fleiri dögum áður). Þá þarf bara að framvísa greiðslukvittun til að fá heimild til að taka prófið. Í undantekningartilvikum er hægt að taka við greiðslu á prófstað, en slíkt veldur töfum á afgreiðslu og eru próftakar vinsamlega beðnir um að vera búnir að ganga frá greiðslu áður en þeir mæta í prófið.

Athugið: Í verði ökuprófa er innifalið umsýslugjald til Samgöngustofu (frá 10. janúar 2005, breytt 1. janúar 2012). Gjaldið er kr. 800 á hvert skriflegt próf og kr. 1.600 á hvert verklegt próf. Heildarverð fyrir prófin verður þá sem hér segir (enginn virðisaukaskattur er af þessari þjónustu)


  Fasteignaskoðanir

Í verðskránni er að finna almennt verð á þjónustunni með virðisaukaskatti. Lögð er áhersla á að gefa fast verð í einstaka þjónustuþætti.


  Prófunarstofan

Í verðskránni er að finna almennt verð á þjónustunni án virðisaukaskatts. Lögð er áhersla á að gefa fast verð í einstaka þjónustuþætti. Minnt er á afsláttarkjör sem fastir viðskiptavinir njóta hjá Frumherja, einnig er hægt að gera sérstaka samninga um löggildingarþjónustu til að njóta hagstæðra kjara.  

Vakin er athygli á að innifalin í verðum fyrir löggildingu er löggildingargjald sem rennur til Neytendastofu, en það er 25% ofan á verð fyrir þjónustu Frumherja.

Prófunarstofan hefur einnig til sölu lóð sem heppilegt er að nota sem samanburðarlóð. Hægt er að panta allar stærðir og gerðir lóða en yfirleitt eru til á lager ný lóð í nákvæmnisflokki M1 í stærðum á bilinu 100 mg til 20 kg. Jafnframt eru til sölu notuð lóð frá 2 g sem tekin eru úr rekstri af útlitsástæðum eða af því að þau eru óstillanleg og komin út úr nákvæmnismörkum.


  Orkumælaþjónusta

Verð eru mismunandi eftir magni mælitækja og umfangi þjónustunnar hverju sinni. Um er að ræða leiguverð annars vegar og vinnu hins vegar. Gerð eru tilboð í verk eftir því sem óskað er og samningar til nokkurra ára.

 

 

 

2023-01-29 09:52:04