Skilmálar Frumherja hf. vegna bifreiðaskoðana

Skilyrði fyrir skoðun ökutækis eru í samræmi við reglugerð um skoðun ökutækja. Uppfylli ökutæki ekki skilyrði til skoðunar ber skoðunarstofu að hafna skoðuninni. 

Gjald er innheimt samkvæmt gildandi verðskrá fyrir viðkomandi skoðun ásamt tilheyrandi opinberum gjöldum sem Frumherja er skylt að innheimta fyrir hönd opinberra aðila áður en skoðun getur farið fram. 

Í skoðunarhandbók Samgöngustofu er sérhverjum annmarka sem dæmingu hlýtur við skoðun ökutækisins lýst, alvarleika hans og þar með alvarleika dæmingarinnar eins og hún er merkt á skoðunarvottorð.
Öllum skoðunarstofum ber að fylgja þessu sama verklagi úr skoðunarhandbók.

Sérhvert mat á ástandi bifreiðarinnar og dæming þar að lútandi er í samræmi við reglur sem gilda um viðkomandi skoðunarverk. Niðurstaða skoðunar miðast við ástand ökutækis á skoðunardegi og er hún færð í skoðunarvottorð og jafnframt í opinbera ökutækjaskrá. 

Eigandi eða fulltrúi hans undirritar skoðunarvottorð við lok skoðunar og staðfestir þar með að skoðunin hafi farið fram. 
Skoðun ökutækja afmarkast af þeim liðum sem skilgreindir eru í skoðunarhandbók Samgöngustofu og veitir ekki ábyrgð í viðskiptum milli aðila.


Niðurstöður bifreiðaskoðana

0 – Án athugasemda: Vel gert! Ökutækið þitt er innan viðmiðunarmarka skoðunarhandbókar og telst í lagi.

1 – Lagfæring: Lagfæra þarf öll atriði sem sett var út á í skoðuninni innan 1. mánaðar. Ekki þarf að færa ökutækið til endurskoðunar.

2 – Endurskoðun: Lagfæra þarf öll atriði sem sett var út á og atriði sem fengu dæmingu 2 hið fyrsta. Færa þarf ökutækið til endurskoðunar.

2 – Endurskoðun frestur liðinn: Í endurskoðun sem gerð er eftir að frestur er runninn út eru öll skoðunaratriði skoðuð upp á nýtt, líkt og um aðalskoðun væri að ræða. Athugið: Endurskoðun eftir frest tekur lengri tíma en venjuleg endurskoðun og er því talsvert dýrari en venjuleg endurskoðun en þó ekki jafn dýr og aðalskoðun þótt um næstum sömu vinnu sé að ræða.

Lengd frestsins: Almennt er frestur gefinn til síðasta dags næsta mánaðar.

3 – Aksturbann: Notkun ökutækisins er óheimil

Vanrækslugjald: Allar upplýsingar um vanrækslugjald má finna á island.is/vanraekslugjald

Staðsetning - Einhella

Bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf

Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Einstaklings- eða túlkapróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Bóka tíma í lespróf

Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Lespróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Sparaðu þér sporin!

Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.

Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.

Panta skutl