Leiguskoðun

Minnka má verulega hættu á málaferlum og ósætti milli leigusala og leigutaka með því að fá óháðan aðila til að skoða fasteignir áður en þær eru leigðar út.

Við leiguskoðun er gert stöðumat á eigninni í upphafi leigutímans og teknar ljósmyndir. Frumherji sér síðan um að geyma ljósmyndirnar og geta bæði leigusalar og leigutakar óskað eftir að fá að sjá þær ef vafamál koma upp.

Hvernig fer skoðun fram?

Eignin er sjónskoðuð og ljósmynduð. Æskilegt er að leigusali og leigutaki eða umboðsmenn þeirra séu viðstaddir skoðun og er þá farið yfir niðurstöður með þeim í lok skoðunar. Leitað er að hverju því sem gæti talist til skemmda eða galla með það að markmiði að draga fram sem réttasta mynd af ástandi eignar þannig að báðir aðilar séu sáttir við undirritun leigusamningsins. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar eða panta skoðun í síma 570 9000 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vinsamlegast látið nafn, símanúmer og heimilisfang á skoðunarstað fylgja fyrirspurn/beiðni um skoðun í tölvupósti, auk óskadagsetningu skoðunar.

 

 

 

2023-01-29 10:07:04