Panta má skoðun hér.
Ástandsskoðun fasteigna miðar að því að draga fram galla sem auðveldlega gætu yfirsést. Markmiðið með skoðuninni er að finna og skrá skemmdir og galla sem geta haft veruleg áhrif á verðmat, sölu og bótarétt. Ástandsskoðun dregur einnig verulega úr hættu á málaferlum á milli kaupenda og seljenda og gerir þannig öll fasteignaviðskipti öruggari. Við skoðunina er notast við rakamæla og eftir atvikum hitamyndavél og dróna samkvæmt verðskrá.
Skoðun, ferðatími og skýrslugerð ásamt almennri umsýslu. Tími umfram grunngjald er unninn á tímagjaldi. Sjá verðskrá til upplýsinga.
Seljandi eða fulltrúi hans (18 ára eða eldri) þarf að vera viðstaddur á meðan skoðun fer fram. Ekki er nauðsynlegt að verkkaupi sé viðstaddur skoðun.
Lagnakerfi, miðstöðvarkerfi, fráveitu og raflagnir eru ekki skoðaðar sérstaklega. Komi fram við sjónskoðun áberandi athugasemdir er varða framangreint er því komið á framfæri í skýrslunni. Gott er að fá fagaðila til að skoða fráveitulagnir (skólplagnir) í eldri fasteignum séu lagnir upprunalegar. Frumherji bíður upp á skoðun á raflögnum þar sem helstu öryggisþættir eru teknir út. Hægt er að biðja um slíka skoðun um leið og beðið er um skoðun á fasteign.
Við leiguskoðun er gert stöðumat á eigninni í upphafi leigutímans og ljósmyndir teknar af öllum flötum. Frumherji geymir ljósmyndirnar og geta bæði leigusalar og leigjendur óskað eftir afriti ef vafamál koma upp. Minnka má verulega hættu á málaferlum og ósætti milli leigusala og leigjenda með því að fá óháðan aðila til að skoða fasteignir áður en þær eru leigðar út.
í kafla XIV gr. 69 í húsaleigulögum er tekið á skiptingu kostnaðar við slíka skoðun. “Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra. Leigjanda og leigusala er þó ávallt heimilt að semja um aðra kostnaðarskiptingu vegna úttektarinnar."