Frumherji er faggilt skoðunarstofa af gerð A á sviði löggildinga og prófana á rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn samkvæmt ISO 17020 og er tekin út reglulega af ytri úttektaraðila sem er ISAC.

Löggilding mælitækja

Öll mælitæki sem notuð eru í viðskiptum verða að vera löggilt samanber „Reglugerð nr. 876/2016 um mælitæki“.

Frumherji hefur starfsleyfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að framkvæma prófanir og löggildingar á rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn, uppfylla prófanirnar þær kröfur sem settar eru fram í reglugerð nr. 1060/2008. Allar niðurstöður opinberra prófana eru sendar í opinberan gagnagrunn til HMS.

Lögð er áhersla á gæði og sveigjanleika þjónustunnar og að henni sé sinnt um land allt.

Umfang

Frumherji hefur til umráða mæla og mæliker til að prófa og löggilda rennslismæla í nákvæmnisflokki 0.5 við 1-2300 l/mín flæði.

Mælibúnaður Frumherja áfest á ökutæki og því er hægt að bjóða upp á þessar mælingar um land allt.

Verkbeiðnir

Hægt er að óska eftir þjónustu eða nánari upplýsingar með tölvupósti á profunarstofa@frumherji.is  eða í síma 570-9260.

Öllum erindum er kappkostað að svara innan 24 klst.

Opnunartími

Svarað er í síma frá kl 08:00-16:00 alla virka daga.

Ábendingar, áfrýjanir, kvartanir og hrós

Hægt að nálgast sérstakt form til útfyllingar til þess að koma hrósi, kvörtunum, ábendingum og/eða áfrýjunum vegna skoðana á framfæri hérna

Verðskrá

Sjá verðskrá

Bifreiðaskoðun
Ökupróf
Mannvirki og veitur
Fyrirtækið

Staðsetning - Einhella

Bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf

Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Einstaklings- eða túlkapróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Bóka tíma í lespróf

Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Lespróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Sparaðu þér sporin!

Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.

Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.