Rafmagnsskoðun

Frumherji er faggilt skoðunarstofa á rafmagnssviði og sinnir lögbundnu rafmagnseftirliti fyrir hönd Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar (HMS)

Skoðun neysluveitna

Neysluveitur eru allar þær veitur nefndar þar sem aðflutt raforka kemur á lágspennu frá rafveitu. Dæmi um slíka veitu er raflögn og rafbúnaður í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði, skólum, stofnunum o.fl.

Lögbundnar rafmagnsskoðanir á neysluveitum fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Frumherji sinnir lögbundnu rafmagnseftirliti fyrir Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS), en stofnunin hefur yfirumsjón með því að raforkuvirki og neysluveitur brjóti ekki í bága við ákvæði laga og reglugerða.

Þegar rafverktaki hefur lokið við raflögn í neysluveitu ber honum að tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Stofnunin ákveður hvort viðkomandi raflögn fer í skoðun hjá skoðunarstofu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lætur einnig skoða eldri raflagnir í úrtaki ár hvert. Þessar skoðanir eru fjármagnaðar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Rafmagnsskoðun á neysluveitu fyrir einkaaðila og fyrirtæki

Ef ný raflögn hefur ekki verið valin til skoðunar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur eigandi engu að síður óskað eftir skoðun beint hjá Frumherja. Einnig getur fasteignaeigandi óskað eftir skoðun á eldri raflögn vilji hann fullvissa sig um að ástand hennar sé viðunandi. Eigandi fasteignar ber kostnað af skoðuninni.

Beiðni um skoðun sendist á rafmagn@frumherji.is.

Skoðun raforkuvirkja

Raforkuvirki eru mannvirki til vinnslu, dreifingar og flutnings á rafmagni.

Skoðanir á raforkuvirkjum eru fyrst og fremst gerðar fyrir rafveitur, raforkuflutningsfyrirtæki, iðnaðarveitur og raforkuvinnslufyrirtæki, en þeim ber að láta skoða raforkuvirki sín reglulega.

Til viðbótar við lögbundið ytra eftirlit með raforkuvirkjum, ber rafveitu einnig að framkvæma skoðanir á eigin raforkuvirkjum.

Hægt er að semja við Frumherja hf. um reglulegar ytri og innri skoðanir slíkra virkja.

Beiðni um skoðun sendist á rafmagn@frumherji.is.

Skoðun á öryggisstjórnunarkerfum rafverktaka

Allir löggiltir rafverktakar skulu hafa virkt öryggisstjórnunarkerfi sem tryggir viðskiptavinum að farið sé eftir lögum og reglugerðum.

Öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka er undir reglulegu eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skoðunarstofa fer yfir hvort búnaður, verkskráning og eftirlit rafverktaka með eigin verkum sé fullnægjandi.

Rafverktakar geta samið beint við Frumherja hf. um reglulegt eftirlit með öryggisstjórnunarkerfi sínu.

Beiðni um skoðun sendist á rafmagn@frumherji.is.

Öryggisstjórnunarkerfi fyrir rafveitur, einkarafstöðvar og iðjuver

Rafveitum, einkarafstöðvum og iðjuverum ber að hafa skilgreint öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja öryggi eigin raforkuvirkja og fullnægjandi stjórn á rekstri þeirra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur yfireftirlit með öryggisstjórnunarkerfum rafveitna, einkarafstöðva og iðjuvera.

Ábyrgðarmönnum rafveitna, einkarafstöðva eða iðjuvera er heimilt að semja við Frumherja hf. um lögbundnar skoðanir á öryggisstjórnunarkerfinu ásamt skoðunum á nýjum og breyttum virkjum og virkjunum í rekstri.

Beiðni um skoðun sendist á rafmagn@frumherji.is.

 

 

Skilmálar skoðana

Í fyrirmælum Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar er meginaðferðum við skoðanir lýst og eru þær notaðar við framkvæmd skoðana. Sérhvert mat á ástandi skoðunarviðfangs, dæming þar að lútandi og niðurstaða skoðunar er í samræmi við reglur sem gilda um viðkomandi skoðunarverk.

Gögn sem verða til við skoðun eru geymd hjá Frumherja í að minnsta kosti 5 ár samkvæmt kröfum Faggildingarsviðs Hugverkastofu. Niðurstöður skoðana eru sendar rafrænt til viðskiptavina og HMS.

Starfsmenn Frumherja eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja í starfi sínu en niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.

Viðskiptavinir geta komið á framfæri ábendingum, kvörtunum eða hrósi á heimasíðu Frumherja ásamt því að kynna sér ferli kvartana og áfrýjunar.

Gjald er innheimt samkvæmt gildandi samningum og verðskrá fyrir viðkomandi skoðun. Almennir greiðsluskilmálar fyrir þjónustu rafmagnsskoðana eru reikningsviðskipti. Greiðslufrestur er líðandi mánuður + 20 dagar.

Bifreiðaskoðun
Ökupróf
Mannvirki og veitur
Fyrirtækið

Staðsetning - Einhella

Bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf

Til þess að bóka tíma í einstaklings- eða túlkapróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Einstaklings- eða túlkapróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Bóka tíma í lespróf

Til þess að bóka tíma í lespróf þarf að fylla út formið hér að neðan. Haft verður samband við þig með næsta lausa tíma.

Lespróf

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Sparaðu þér sporin!

Núna getum við sótt bílinn og skilað honum skoðuðum heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. 2.300 kr. bætast við skoðunargjaldið.

Þú getur pantað skutl með því að fylla út formið hér að neðan.

Panta skutl