Í fyrirmælum Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar er meginaðferðum við skoðanir lýst og eru þær notaðar við framkvæmd skoðana. Sérhvert mat á ástandi skoðunarviðfangs, dæming þar að lútandi og niðurstaða skoðunar er í samræmi við reglur sem gilda um viðkomandi skoðunarverk.
Gögn sem verða til við skoðun eru geymd hjá Frumherja í að minnsta kosti 5 ár samkvæmt kröfum Faggildingarsviðs Hugverkastofu. Niðurstöður skoðana eru sendar rafrænt til viðskiptavina og HMS.
Starfsmenn Frumherja eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða almennt áskynja í starfi sínu en niðurstöður verka sem færðar hafa verið í opinberar skrár eru hins vegar ekki trúnaðarmál.